• Tónskáldahringekjan

    10. október kl. 21:30 - Iðnó

    Tónskáldahringekjan hrekkur í gang í Iðnó þann 10. október kl. 20. Um borð í hringekjunni eru Júlía Mogensen - sellóleikari, Bjarni Frímann - píanóleikari, Kit Downes - orgelleikari, Svetlana Veschagina - píanóleikari, Ketija Riinga - flautuleikari og John Mcowen- kontrabassaklarinettuleikari. Hvert og eitt þeirra í þungavigtarflokki.

    Hringekjan fer þannig fram að hver meðlimur semur verk fyrir þann næsta í hringekjunni sem flytur verkið og semur annað fyrir næsta kollega þar til við erum komin í hring. Hringekjufararnir koma víða að og hafa fengist við tónlist af ýmsum toga og munu því koma með spennandi veganesti í farteski sínu.

    Miðaverð er 4.990 kr og veitir miði á þessa tónleika einnig aðgang að seinni tónleikum State of the Art í Iðnó þetta kvöld. Supersport! & Floni.

    Vinsamlegast athugið að bæði Tónskáldahringekjan og Supersport! & Floni eru standandi viðburðir.