• See Instructions

    12. október kl. 16:00 - Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur

    Kaupið miða á sýninguna. Mætið á sýninguna. Njótið sýningarinnar. Fylgist með flytjendunum fylgja leiðbeiningunum. Veltu fyrir þér eigin líðan að sýningunni lokinni. Haltu áfram með daginn þinn.

    See Instructions er nýtt dansverk fyrir þrjá flytjendur. Tónskáldið, Magnús Jóhann, flytur tónlist verksins á sviði ásamt dönsurum og danshöfundunum Írisi Ásmundar og Karitas Lottu Tulinius. Flutningurinn fer fram á óhefðbundnum tónleikastað. TBR, Tennis og Badmintonfélagi Reykjavíkur, í Gnoðavogi.

    Magnús leikur á Rhodes, Ondes Martenot og ARP2600 á miðju sviðinu. Dansararnir munu flæða og snúast kringum hann og hljóðfærin og vefa saman hreyfingu við tónlistina.

    Tónleikarnir fara fram í TBR kl 16:00 þann 12. október. Miðasala er á tix.is, miðaverð er 4.990 kr og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Einnig er hægt að næla sér í hátíðarpassa State of the Art sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar.