• Hania Rani kynnir Chilling Bambino

    11. október kl. 18:00 - Fríkirkjan

    Hania Rani og tónlist hennar hrífa þig samstundis, aðdráttarafl hennar sogar þig inn í dáleiðandi trans. Píanóleikari, tónskáld og söngkona, Hania Rani hefur haslað sér völl sem einstakur listamaður sem fer eigin leiðir í sinni tónlistarsköpun. Hún blandar saman sígildri tónlist, djass og raftónlist svo úr verður dáleiðandi bræðingur sem hefur slegið í gegn víða um heim.

    Hania er fædd 1990 í Gdánsk, Póllandi, og byrjaði að spila á píanó sjö ára. Hún nam klassískan píanóleik í Warsjá og síðar Berlín, en þar hóf hún að rannsaka raftónlist meðfram námi sínu.

    Hania Rani er hljóðlát stjarna — henni er meira í mun að tengjast fólki heldur en að elta frægð eða frama — og hún leitar sífellt að einhverju nýju í sköpun sinni, þar sem hún ögrar sjálfri sér og áhorfendum sínum í lifandi ferli endurnýjunar og umbreytingar. Chilling Bambino er hennar hliðarsjálf — síbreytilegt verkefni þar sem ást hennar á Prophet hljóðgervlinum fær að njóta sín og hlustandinn er tekinn með í hljóðferðalag um dimma rafheima og dáleiðandi takt, þar sem Hania Rani lætur sér fátt fyrir brenna.

    Ekki missa af mögnuðu tónleikum Haniu Rani á næstsíðasta degi State of the Art í Fríkirkjunni, 11. október kl. 18:00! Húsið opnar hálftíma fyrir tónleikana. Miðar fást á tix.is og einnig með hátíðarpassa.

    Þessi viðburður er styrktur af Pólska sendiráðinu á Íslandi.